Unbroken® RTR

$45$120

Heimsending eða sótt strax hjá Sportvörum Kópavogi.

Háþróuð næring til endurheimtar líkamans og eflingar ónæmiskerfisins, með hraðri upptöku næringarefna. Notað af afreksíþróttafólki um allan heim til hámarks árangurs.

Einstök afurð úr ferskum eldislaxi sem er ríkur af virkum innihaldsefnum: 25 fríar amínósýrur, allar nauðsynlegu amínósýrurnar, BCAA, dí- og trípeptíð, 11 vítamínum og steinefnum.

Nánari upplýsingar sjá hér að neðan á síðunni.

Hreinsa

ENDURHEIMT Á SVIPSTUNDU
STYRKIR ÓNÆMISKERFIÐ
VIRKAR Á ÖRFÁUM MÍNÚTUM

  • Hröð upptaka

  • Frábært sítrusbragð

  • Styrkir ónæmiskerfið

  • Minni harðsperrur

  • 17 kcal á hverja töflu

  • Lágur kostnaður per drykk

Virkni

Hin einstaka virkni Unbroken® RTR’s kemur úr aðal innihaldsefnum þess, vatnsrofnum laxapróteinum. Sú staðreynd að búið sé að brjóta próteinin niður í einstakar einingar með vatnsrofi skilar hraðri upptöku og skjótri virkni innihaldsefna Unbroken® RTR , (og það er mikið af virkum innihaldsefnum)!

Ásamt amínósýrum sem fríum og bundnar sem stutt peptíð þá inniheldur Unbroken® RTR ýmis mikilvæg vítamín, steinefni og sölt, sem öll hafa mikilvægum hlutverkum að gegna í heilbrigði líkamans.

Með því að blanda saman vatnsrofi og þeim virku efnum sem því fylgja í formi frírra amínósýra og stuttra peptíða þá fer lítill tími í að melta og Unbroken® RTR fer því mjög hratt inn blóðrásina þar sem það nýtist til uppbyggingar. Þess vegna er með sanni hægt að kalla Unbroken® RTR „Endurheimt á svipstundu“ Real Time Recovery (RTR).

Með þessu getur þú hafið endurheimtarferlið meðan þú ert enn að reyna á mörk þín og taka vel á því í þinni íþrótt.

Sagan

Sagan á bakvið hina einstöku virkni Unbroken® RTR á rætur sínar að rekja til þess þegar vísindamenn voru að reyna að leysa ýmis næringarvandamál sem geimfarar þurfa að eiga við í geimferðum. Í þessum rannsóknum varð Unbroken® RTR til og það var greinilegt að hún mundi ekki bara nýtast geimförum heldur einnig fólki á jörðu niðri.

Þegar varan hafði sannað gildi sitt innan heilbrigðisgeirans, þá fóru framleiðendur vörunnar að velta fyrir sér hvort íþróttafólk gæti ekki líka hagnast á neyslu vörunnar, enda álagið á líkama þeirra oft gríðarlegt, sérstaklega hjá afreksíþróttafólki.

Síðustu þrjú ár hefur fjöldinn allur af íþróttafólki prófað Unbroken® RTR og niðurstaða þeirra er: Unbroken® RTR hjálpar þeim tvímælalaust að komast alltaf skrefinu lengra í sinni þjálfun og ná hámarks árangri.

Hvað er Unbroken® RTR?*

Unbroken® RTR er náttúrulegt fæðubótarefni. Það inniheldur 25 amínósýrur, 11 steinefni og 7 vítamín sem eru nauðsynleg til myndunar próteina í líkamanum.

Aðal innihaldsefnið er vatnsrofið prótein úr ferskum eldislaxi, sem inniheldur fríar amínósýrur og stutt peptíð. Amínósýrur á þessu formi eru „formeltar“ og fer lítill sem enginn tími í meltingu á þeim, þær nýtast á stundinni í vöðvum líkamans.

Hvenær ætti ég að taka Unbroken® RTR?

Það er best að taka Unbroken töflurnar rétt fyrir morgunmat og fyrir, á meðan og rétt eftir æfingu.

Hversu mikið Unbroken® RTR ætti ég að taka?

1 til 4 töflur daglega.

Hver tafla leysist upp í glasi af vatni.
– Almenn vellíðan og heilsa: 1 tafla á dag, best á morgnana.
– Hreyfing/æfing: 1 tafla fyrir og 1 tafla á meðan eða eftir æfingu.
– Standa við vinnu allan daginn: 1 tafla á morgnana, 1 síðdegis.
– Margar æfingar keppnir, endurhæfing: allt að 4 töflum á dag. Til dæmis, 1 að morgni, 1 fyrir og 2 eftir æfingu.

Get ég tekið of mikið af Unbroken?*

Hámarksskammmtur eru 4 töflur á dag. Fyrir hærri skammta en það ættir þú að hafa samband við lækni.

Hvað innihelur hver tafla?*

– Vatnsrofið laxaprótein: 1500 mg
– Steinefni (%RDS): Kalk (0.022), klór (1.0), magnesíum (0.1), fosfór(2.5), kalíum (20.2), selen (14.1), natríum (0.8), járn (1.2), sink (35.8), joð (2.0), kopar (9.1).
– Vitamin (%RDS): B1- vítamín (0.4), B2- vítamín (0.3), B3- vítamín (0.5), B6-vítamín (0.7), fólínsýra (1.0), B12-vítamín (60.0), C-vítamín (0.9).

Unbroken® RTR frásog á nokkrum mínútum = Endurheimt á svipstundu (Real Time Recovery)

– Unbroken® RTR inniheldur allar 20 amínósýrunar sem líkaminn þarf í nýmyndun próteins.
– Auk þess eru allar lífsnauðsynlegu amínósýrurnar (Isoleucin*, leucine*, valine*, lysine, methionine, phenylalanine, phreonine, tryptophan, histidine) *Þessar eru þær sem mynda BCAA (Branched Chain –  –Amino Acids – greinóttar amínósýrur) og glycine, arginine and methionine taka þátt í myndun á kreatíni
– Inniheldur tvær „hálf“ nauðsynlegar amínósýrur; arginine og histidine
– Inniheldur aðrar lífvirkar amínósýrur sem eru nauðsynlegar í ýmis efnaskipti í líkamanum s.s.cystine, ornithine, taurine og thyroxine.
– Líkaminn getur ekki myndað lífsnauðsynlegar amínósýrur og verðum við því að fá þær í gegnum fæðu dagsdaglega.
– Ef við náum ekki að uppfylla þörfina fyrir þær allar dagsdaglega getur það valdið próteinniðurbroti, því líkaminn geymir ekki birðar af lífsnauðsynlegum amínósýrum.
– Unbroken® RTR er með yfir 60% af amínósýrum sínum í fríu formi og restin er stuttar keðjur af peptíðum (að meðaltalið 374 Dalton). Unbroken® RTR getur styrkt ónæmiskerfið því það inniheldur auk amínósýranna mikilvæg steinefni fyrir ónæmiskerfið eins og sink, selen, járn, kalíum, kalk og B- og C-vítamín.
– Hámarks efnaskipti fyrir sem besta heilsu, ástundun og endurheimt.

Hverskonar fiskur er notaður í framleiðslu á Unbroken® RTR?

Unbroken® RTR er gert úr ferskum norskum eldislaxi (salmo salar).

Er óhætt að neyta annarra fæðubótarefna ásamt inntöku á Unbroken® RTR?

Já. Unbroken® RTR er gert úr náttúrulegum afurðum. Í sambandi við háan styrk á hinum ýmsu steinefnum í vörunni, þá ættir þú að hafa samband við þinn lækni varðandi neyslu á öðrum fæðubótarefnum.

Ég er með ofnæmi fyrir fiski og fiskmeti. Er mér óhætt að neyta Unbroken® RTR?

Flestir þeir sem eru með fisk- eða skelfiskofnæmi þola Unbroken® RTR mjög vel. Við hjá Unbroken® RTR höfum ekki fengið tilkynningu um ofnæmi af völdum Unbroken® RTR. Þess ber þó að geta að að ef þú ert með fiski- eða skelfisks óþol eða ofnæmi mælum við með því að þú hafir samband við lækni áður en þú hefur inntöku á Unbroken® RTR.

Hvers vegna eru Unbroken® RTR töflurnar svona lengi að leysast upp í vatni?*

Amínósýrur leysast hægt upp í vatni þegar þær eru á töfluformi eins og Unbroken® RTR. Við mælum með því að þú brjótir töfluna í tvennt ef þú ert tímabundinn, til að flýta því að hún leysist upp.

Hvernig á að geyma Unbroken® RTR?

Unbroken® RTR er mjög vatnssækin vara og verður því að gæta þess að halda því frá raka til að halda vörunni ferskri og viðhalda gæðunum. Til að auka endinguna, er ráðlagt að geyma vöruna í loftþéttu pakkningunum, sem vernda vöruna líka frá sólarljósi.

Hver er líftími Unbroken® RTR – Hversu lengi endist hún?*

Hver pakkning er merkt með síðasta söludegi. Þegar varan hefur verið opnuð ætti að geyma hana við hitastig undir 25°C og forðast ætti sólarljós.

Kemur Unbroken í stað máltíðar?*

Nei. Í Unbroken® RTR er ekki nægilegt magn af próteinum til að ná að uppfylla ráðlagðar dagsskammt af próteinþörf meðal manneskju.

*Þessar fullyrðingar hafa ekki fengið staðfestar af Matvælastofnun Íslands (MAST). Þessari vöru er ekki ætlað að lækna, greina eða koma í veg fyrir sjúkdóma af nokkru tagi.