Kynnist Unbroken Teyminu

Unbroken Teymið samanstendur af fjórum norrænum íþróttamönnum sem öll eru goðsagnir í Crossfit heiminum og flokkast með þeim bestu í heiminum. Þau eru öll daglegir notendur af Unbroken® RTR og lýsa sinni upplifun á hreinskilinn hátt hve góður ávinngurinn er að nota Unbroken® RTR.

Sara Sigmundsdottir
Áður en ég prófaði Unbroken þá hugsaði ég með sjálfri mér að ekkert ætti að geta virkað svona vel. Svo prófaði ég þetta, afsannaði það og er bara búin að vera gjörsamlega hooked síðan. Það er erftitt að útskýra virknina en það er eins og vöðvarnir séu að jafna sig á meðan ég æfi og ég get ýtt mér meira en nokkru sinni fyrr. Dagurinn eftir erfiðar æfingar er síðan miklu betri en hann væri vanalega.
Sara Sigmundsdottir Signature

Sara Sigmundsdóttir

Atvinnumaður

Ísland | 27 ára | 171 cm

 • 5x Crossfit Games
 • 1st place Open (World Wide) 2020
 • 1st place Regionals Filthy 150 2019
 • 1st place Regionals Dubai 2019
 • 3rd place CrossFit Games 2015 and 2016
 • 1st place Meridian Regionals 2015 and 2016
 • 1st place Central Regional 2017
 • 1st place CrossFit Games Open 2019
Ég hef notað Unbroken í dágóðan tíma og finn muninn á endurheimt, meiri mýkt í vöðvum og almennt hvað mér líður vel í skrokknum. Ég finn að ég hef meira úthald í til að æfa meira og minni harðsperrur. Ég er hraustari almennt, sef betur og er bara að verða betri og betri. Unbroken er klárlega málið. Og flestir sem ég þekki sem nota Unbroken eru á sama máli. Bara snilld!

Kristín Sif

CrossFit og Boxari

Björgvin Karl Guðmundsson
Ég var ekki að nenna að prófa þetta. Er búinn að heyra milljón sinnum talað um einhverjar vörur sem eiga að vera kraftaverkavörur og virka síðan ekki neitt. Það var búið að nefna við mig að kannski væru einhverjir peningar í boði ef þetta gengi vel og fyrir vikið var ég svo sem alveg til í að prófa þetta. Viku seinna var ég búinn að fatta að það var eitthvað svakalegt í gangi. Ég hvíli yfirleitt einn dag í viku og sá dagur hefur yfirleitt verið versti dagur vikunnar því ég er bara allur í hakki. Í umræddri viku var hvíldardagurinn hinsvegar bara góður. Og allir hvíldardagar síðan þá hafa verið góðir. Ég finn líka hvað ég er miklu fljótari að jafna mig á milli setta á æfingum og í keppni. Í minni íþrótt munar heldur betur um það.
Björgvin Karl Guðmundsson Signature

Björgvin Karl Guðmundsson

Atvinnumaður

Ísland | 27 ára | 178 cm

 • 6x CrossFit Games
 • 8th place CrossFit Games 2020
 • 3rd place Crossfit Games 2019
 • 3rd place Crossfit Games 2015
 • 5th place Crossfit Games 2017 and 2018
 • 1st place Meridian Regional 2016 and 2017
 • 2nd place Crossfit Games Open 2019
Ég er búinn að vera að taka 3 töflur á dag síðan 3 janúar og ég verð að viðurkenna að ég finn þvílikan mun á mér. Ég hef í gegnum tíðina verið rosalega duglegur að taka fæðubótarefni. Kreatin, proteinduft, glutamin mikið af preworkouti ofl. Tók þetta allt saman út og hef einungis sett Unbroken ofan í mig. Fæ miklu minni strengi, líður miklu betur í liðamótum, er með jafnari orku á æfingum og krassa minna á þeim, sem ég var reglulega að lenda í. Finnst ég vera miklu öflugri.

B. Kristjánsson

Crossfittari