Push harder. Reach further.

Push harder. Reach further.

Klíniskar Rannsóknir
Hröð vöðvanæring
Styrkir ónæmiskerfið

100% náttúruleg vara
Endurheimt á svipstundu
Virkar á örfáum mínútum

Unbroken

Real-time recovery.

Real-time recovery.
Unbroken

Unbroken® RTR Real-time recovery.

Einfaldasta leiðin til að útskýra Unbroken® RTR í einu orði er „vöðvanæring“. Unbroken® RTR er unnið úr ferskum laxi og 100% náttúruleg vara án nokkurra aukaefna.

Unbroken® RTR er formelt þannig að líkaminn eyðir nær engri orku í að skila því í gegnum meltingaveginn, út í blóðrásina og þaðan í endurheimt líkamans. Það byrjar að virka á 5-10 mínútum frá því að það er innbyrt.

Inniheldur Unbroken® RTR: 25 mismunandi amínósýrur (frjálsar og stutt peptíð, BCAA og Kreatín AA) m.a. allar lífsnauðsynlegu amínósýrurnar og 11 mikilvæg vítamín, steinefni og sölt (electrolytes). Þessi samsetning aminósýra, sink, selens og B12 vítamíns hefur m.a. sýnt fram á eflingu ónæmiskerfisins.

Nýtt. Nátturlegt. Norrænt.

Nýtt. Nátturlegt. Norrænt.

Unbroken® RTR er unnið á náttúrulegum máta.

Hrein og skilvirk afurð sem virkar fljótt.

Náðu lengra í þinni þjálfun sem skilar hámarks árangri.

Sara Sigmundsdottir
Sara Sigmundsdottir Signature
Áður en ég prófaði Unbroken þá hugsaði ég með sjálfri mér að ekkert ætti að geta virkað svona vel. Svo prófaði ég þetta, afsannaði það og er bara búin að vera gjörsamlega hooked síðan. Það er erftitt að útskýra virknina en það er eins og vöðvarnir séu að jafna sig á meðan ég æfi og ég get ýtt mér meira en nokkru sinni fyrr. Dagurinn eftir erfiðar æfingar er síðan miklu betri en hann væri vanalega. Sara Sigmundsdóttir Atvinnumaður
Ég hef notað Unbroken í dágóðan tíma og finn muninn á endurheimt, meiri mýkt í vöðvum og almennt hvað mér líður vel í skrokknum. Ég finn að ég hef meira úthald í til að æfa meira og minni harðsperrur. Ég er hraustari almennt, sef betur og er bara að verða betri og betri. Unbroken er klárlega málið. Og flestir sem ég þekki sem nota Unbroken eru á sama máli. Bara snilld! Kristín Sif CrossFit og Boxari
Björgvin Karl Guðmundsson
Björgvin Karl Guðmundsson Signature
Ég var ekki að nenna að prófa þetta. Er búinn að heyra milljón sinnum talað um einhverjar vörur sem eiga að vera kraftaverkavörur og virka síðan ekki neitt. Það var búið að nefna við mig að kannski væru einhverjir peningar í boði ef þetta gengi vel og fyrir vikið var ég svo sem alveg til í að prófa þetta. Viku seinna var ég búinn að fatta að það var eitthvað svakalegt í gangi. Ég hvíli yfirleitt einn dag í viku og sá dagur hefur yfirleitt verið versti dagur vikunnar því ég er bara allur í hakki. Í umræddri viku var hvíldardagurinn hinsvegar bara góður. Og allir hvíldardagar síðan þá hafa verið góðir. Ég finn líka hvað ég er miklu fljótari að jafna mig á milli setta á æfingum og í keppni. Í minni íþrótt munar heldur betur um það. Björgvin Karl Guðmundsson Atvinnumaður
Ég er búinn að vera að taka 3 töflur á dag síðan 3 janúar og ég verð að viðurkenna að ég finn þvílikan mun á mér. Ég hef í gegnum tíðina verið rosalega duglegur að taka fæðubótarefni. Kreatin, proteinduft, glutamin mikið af preworkouti ofl. Tók þetta allt saman út og hef einungis sett Unbroken ofan í mig. Fæ miklu minni strengi, líður miklu betur í liðamótum, er með jafnari orku á æfingum og krassa minna á þeim, sem ég var reglulega að lenda í. Finnst ég vera miklu öflugri. B. Kristjánsson Crossfittari